Kendall Anthony skoraði 38 stig þegar Valur vann útisigur á Haukum, 92-102, í Domino's deild karla í kvöld.

Þetta var síðasti leikur Anthony fyrir Val en hann er á förum til Gravelines-Dunkerque í frönsku úrvalsdeildinni.

Anthony hefur reynst Val mikill happafengur en liðið vann fjóra af átta deildarleikjum sem hann spilaði. Hann er stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður Dominio's deildarinnar.

Nafnarnir Illugi Steingrímsson og Auðunsson skoruðu 13 stig hvor fyrir Val.

Russell Woods var stigahæstur Hauka með 20 stig. Haukur Óskarsson skoraði 16 stig.

Valur er nú með jafn mörg stig (8) og ÍR og Haukar í 8.-10. sæti deildarinnar.