Körfubolti

Kendall kvaddi með stórleik

Valsmenn jöfnuðu Hauka að stigum með sigri í leik liðanna á Ásvöllum.

Kendall Anthony kvaddi Val með sigri og 38 stigum. Fréttablaðið/Eyþór

Kendall Anthony skoraði 38 stig þegar Valur vann útisigur á Haukum, 92-102, í Domino's deild karla í kvöld.

Þetta var síðasti leikur Anthony fyrir Val en hann er á förum til Gravelines-Dunkerque í frönsku úrvalsdeildinni.

Anthony hefur reynst Val mikill happafengur en liðið vann fjóra af átta deildarleikjum sem hann spilaði. Hann er stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður Dominio's deildarinnar.

Nafnarnir Illugi Steingrímsson og Auðunsson skoruðu 13 stig hvor fyrir Val.

Russell Woods var stigahæstur Hauka með 20 stig. Haukur Óskarsson skoraði 16 stig.

Valur er nú með jafn mörg stig (8) og ÍR og Haukar í 8.-10. sæti deildarinnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Þórsarar skelltu toppliðinu

Körfubolti

Stjarnan og Njarðvík unnu fyrstu leikina

Körfubolti

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Auglýsing

Nýjast

Leystu verkefnið fagmannlega í Andorra

Ísland hóf undankeppnina með sigri

Aron og Alfreð byrja báðir

Góð frammistaða en svekkjandi úrslit

Börsungar tilbúnir að selja Coutinho

Ágætis byrjun hjá Arnari og Eiði

Auglýsing