Sergio Aguero, fyrrum liðsfélagi argentínsku knattspyrnugoðsagnarinnar Lionel Messi hefur komið honum til varna eftir að mexíkóski hnefaleikakappinn Canelo Alvarez sakaði hann um vanvirðingu og hótaði honum í kjölfar leiks Argentínu og Mexíkó á HM í knattspyrnu.
Argentína vann umræddan leik 2-0 og myndskeið af fagnaðarlátunum í búningsklefa Argentínu eftir leikinn fór í dreifingu á samfélagsmiðlum og mátti þar meðal annars hjá Messi ýta frá sér landsliðsbúningi Mexíkó, sem hann hafði fengið hjá leikmanni liðsins, með fætinum en búningurinn lá á gólfinu.
Það fauk í Canelo þegar að hann sá umrætt myndskeið og sendi hann Messi væna pillu í formi færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann bað argentínska knattspyrnumanninn um að biðja til guðs að Canelo myndi ekki finna sig.
Nú hefur Aguero, fyrrum landsliðsmaður Argentínu í knattspyrnu komið Messi til varna með færslu á Twitter. Hann segir Canelo bara reyna finna eitthvað til þess að skapa vandamál úr.
,,Þú veist greinilega ekki mikið um fótbolta og hvað á sér stað í búningsklefanum. Treyjurnar sem við fáum liggja iðulega á gólfinu eftir leik vegna svita á þeim.
Ef þú horfir vandlega á myndbandið þá geturðu séð að Messi rekst með fótinn í treyjuna við það að reyna klæða sig úr skónum."
Canelo tekur sjálfur ekki vel í þetta svar Aguero og segir hann vælukjóa og biður hann um að hætta vera hræsnara.
Señor canelo no busques excusas o problemas , seguramente no sabes de fútbol y que pasa en un vestuario . Las camisetas siempre después que se terminan los partidos están en el piso por el sudor y después si ves bien hace el movimiento para sacarse el botín y sin querer le da . https://t.co/zfftTXH3JB
— Sergio Kun Aguero (@aguerosergiokun) November 28, 2022