Sergio Agu­ero, fyrrum liðs­fé­lagi argentínsku knatt­spyrnu­goð­sagnarinnar Lionel Messi hefur komið honum til varna eftir að mexí­kóski hnefa­leika­kappinn Canelo Al­varez sakaði hann um van­virðingu og hótaði honum í kjöl­far leiks Argentínu og Mexíkó á HM í knatt­spyrnu.

Argentína vann um­ræddan leik 2-0 og mynd­skeið af fagnaðar­látunum í búnings­klefa Argentínu eftir leikinn fór í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum og mátti þar meðal annars hjá Messi ýta frá sér lands­liðs­búningi Mexíkó, sem hann hafði fengið hjá leik­manni liðsins, með fætinum en búningurinn lá á gólfinu.

Það fauk í Canelo þegar að hann sá um­rætt mynd­skeið og sendi hann Messi væna pillu í formi færslu á sam­fé­lags­miðlum þar sem hann bað argentínska knatt­spyrnu­manninn um að biðja til guðs að Canelo myndi ekki finna sig.

Nú hefur Agu­ero, fyrrum lands­liðs­maður Argentínu í knatt­spyrnu komið Messi til varna með færslu á Twitter. Hann segir Canelo bara reyna finna eitt­hvað til þess að skapa vanda­mál úr.

,,Þú veist greini­lega ekki mikið um fót­bolta og hvað á sér stað í búnings­klefanum. Treyjurnar sem við fáum liggja iðu­lega á gólfinu eftir leik vegna svita á þeim.

Ef þú horfir vand­lega á mynd­bandið þá geturðu séð að Messi rekst með fótinn í treyjuna við það að reyna klæða sig úr skónum."

Canelo tekur sjálfur ekki vel í þetta svar Agu­ero og segir hann vælu­kjóa og biður hann um að hætta vera hræsnara.