Ísland vann sér inn þátttökurétt á mótinu með því að lenda í öðru sæti síns riðils og vera stigahæsta liðið í öðru sæti af öllum riðlunum. Þrjú stigahæstu liðin í öðru sæti riðlanna unnu sér inn beint sæti á mótinu.

Alls eru það sextán lið sem unnu sér inn þátttökurétt á mótinu og þeim hefur verið skipt í fjóra potta fyrir dráttinn á föstudaginn. Fjögur lið eru í hverjum potti og hver riðill samanstendur af fjórum liðum, einu úr hverjum potti. Ísland er í fjórða potti ásamt Rússlandi, Finnlandi og Norður Írlandi. Ísland getur því ekki mætt þeim þjóðum í riðlakeppninni.

Mögulegir andstæðingar Íslands í riðlakeppninni eru því:

Pottur þrjú: Danmörk, Belgía, Sviss og Austurríki
Pottur tvö: Svíþjóð, Spánn, Noregur og Ítalía
Pottur eitt: England, Holland, Þýskaland og Frakkland