Fótbolti

Keita fór ekki með Liverpool til Þýskalands

Naby Keita ferðaðist ekki með liði Liverpool til Þýskalands í dag og þarf hann því að fylgjast með leik Bayern og Liverpool úr sófanum.

Keita hefur ekki staðið undir væntingum á Anfield þótt að hann hafi spilað betur að undanförnu. Fréttablaðið/Getty

Naby Keita ferðaðist ekki með liði Liverpool til Þýskalands í dag og þarf hann því að fylgjast með leik Bayern og Liverpool úr sófanum.

Keita gat ekki tekið þátt í æfingu Liverpool fyrr í dag vegna meiðsla og var því tekin ákvörðun um að hann yrði eftir í Bítlaborginni. Hann byrjaði fyrri leik liðanna en var tekinn af velli í markalausu jafntefli.

Það voru hins vegar jákvæð tíðindi fyrir Jurgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins að James Milner og Trent Alexander-Arnold tóku fullan þátt í æfingunni í dag og ættu því að vera leikfærir.

Milner var ekki í leikmannahóp Liverpool um helgina vegna meiðsla og Alexander-Arnold fór meiddur af velli stuttu fyrir leikslok en honum hefur tekist að hrista það af sér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fótbolti

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Fótbolti

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Auglýsing

Nýjast

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Danielle fór á kostum í sigri Stjörnunnar

Hilmar keppir á lokamóti heimsbikarsins

Rúnar Már á förum frá Sviss í sumar

Auglýsing