Körfubolti

Keflvíkingar og Stólarnir efstir og jafnir

Fjórir leikir fóru fram í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld.

Hörður Axel átti góðan leik gegn Breiðabliki. Fréttablaðið/Andri Marinó

Keflavík og Tindastóll eru efst og jöfn í Domino's deild karla í körfubolta. Sjötta umferðin hófst í kvöld með fjórum leikjum.

Keflavík vann Breiðablik, 88-80, suður með sjó. Michael Craion skoraði 26 stig fyrir Keflvíkinga sem hafa unnið fimm deildarleiki í röð. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 22 stig og gaf sjö stoðsendingar hjá Keflavík. Christian Covile var með 25 stig hjá Blikum sem eru áfram með tvö stig.

Tindastóll bar sigurorð af Grindavík, 71-70, á Króknum. Grindvíkingar voru yfir í hálfleik, 32-42, en Stólarnir sneru dæminu sér í vil í seinni hálfleik. Gestirnir fengu þó tækifæri til að vinna leikinn en lokaskot Ólafs Ólafssonar geigaði.

Urald King var atkvæðamestur í liði Tindastóls með 23 stig og 14 fráköst. Jordy Kuipers skoraði 17 stig í liði Grindavíkur.

Valur vann sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni, 97-92, á Hlíðarenda. 

Kendall Anthony, sem hefur reynst Val mikill liðsstyrkur, skoraði 34 stig, tók sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Þriggja stiga nýting Valsmanna í leiknum var frábær, eða 52%. Paul Jones III skoraði 31 stig fyrir Stjörnuna sem hefur tapað tveimur útileikjum í röð.

Þá vann ÍR Þór, 88-92, í hörkuleik í Þorlákshöfn. Justin Martin skoraði 27 stig fyrir ÍR-inga og Gerald Robinson 18. Hann tók einnig tólf fráköst. Hákon Örn Hjálmarsson skoraði 16 stig og gaf átta stoðsendingar. Nikolas Tomsick skoraði 23 stig fyrir Þórsara og Halldór Garðar Hermannsson 21.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Kári þarf að fara í aðgerð

Körfubolti

„Gugga fær að halda fjarkanum“

Körfubolti

Finnur Atli í hóp hjá KR í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Erik á­nægður með frammi­stöðuna gegn Belgum

Aron Einar: „Við getum verið ágætlega stoltir“

Tap fyrir bronsliðinu í Brussel

Sjö breytingar frá síðasta leik

VAR tekið upp á Englandi

Alfreð kominn með 300 sigra

Auglýsing