Körfubolti

Keflvíkingar niðurlægðu granna sína

Keflavík vann 35 stiga sigur á Grindavík í leik liðanna í 3. umferð Domino's deildar karla í kvöld. KR vann Þór Þ. með minnsta mun.

Hörður Axel átti góðan leik fyrir Keflavík gegn Grindavík. Fréttablaðið/Andri Marinó

Keflavík jarðaði Grindavík þegar liðin mættust í Röstinni í 3. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Lokatölur 62-97, Keflvíkingum í vil. Þetta var annar sigur þeirra í röð.

Eins og lokatölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Keflvíkingar gríðarlega miklir. Skotnýting þeirra var 63% á móti aðeins 27% hjá Grindavík.

Michael Craion skoraði 22 stig fyrir Keflavík og Gunnar Ólafsson 17. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 16 stig og gaf níu stoðsendingar. Ólafur Ólafsson var stigahæstur Grindvíkinga með 18 stig. Lewis Clinch lék með Grindavík í kvöld en gerði lítið í sínum fyrsta leik.

Jón Arnór var stigahæstur KR-inga gegn Þórsurum. Fréttablaðið/Ernir

Björn Kristjánsson tryggði KR nauman sigur á Þór Þ., 86-85. Hann skoraði sigurkörfuna þegar 16 sekúndur voru eftir. Þetta var annar sigur KR í deildinni en Þór Þ. er enn án stiga.

Jón Arnór Stefánsson skoraði 17 stig fyrir KR. Björn og Julian Boyd skoruðu 16 stig hvor.

Nikolas Tomsick var stigahæstur hjá Þór með 24 stig. Kinu Rochford skoraði 20 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Grindavík-Keflavík 62-97 (15-29, 11-22, 20-27, 16-19)

Grindavík: Ólafur Ólafsson 18/6 fráköst, Jordy Kuiper 14/8 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 13, Lewis Clinch Jr. 8, Kristófer Breki Gylfason 5, Nökkvi Harðarson 2, Nökkvi Már Nökkvason 2, Johann Arni Olafsson 0, Hlynur Hreinsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.

Keflavík: Michael Craion 22/4 fráköst/6 stolnir, Gunnar Ólafsson 17/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/5 fráköst/9 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 9/4 fráköst, Javier Seco 9/7 fráköst, Sigurþór Ingi Sigurþórsson 7, Ágúst Orrason 6, Davíð Páll Hermannsson 5, Magnús Már Traustason 4/6 fráköst, Reggie Dupree 2, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Andri Þór Tryggvason 0. 

KR-Þór Þ. 86-85 (27-24, 21-21, 23-24, 15-16)

KR: Jón Arnór Stefánsson 17/4 fráköst, Björn Kristjánsson 16/7 fráköst/6 stoðsendingar, Julian Boyd 16/9 fráköst, Emil Barja 11/7 stoðsendingar, Dino Stipcic 10/6 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 9/5 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 4, Orri Hilmarsson 3, Benedikt Lárusson 0, Þórir Lárusson 0, Alfonso Birgir Söruson Gomez 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0.

Þór Þ.: Nikolas Tomsick 24/4 fráköst/5 stoðsendingar, Kinu Rochford 20/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 12, Davíð Arnar Ágústsson 11, Halldór Garðar Hermannsson 10/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 6/4 fráköst, Magnús Breki Þórðason 2, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 0, Styrmir Snær Þrastarson 0, Sæmundur Þór Guðveigsson 0. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Helena: Einhvern veginn allt að

Körfubolti

Helena á heimleið

Körfubolti

KR upp að hlið Snæfelli á toppnum

Auglýsing

Nýjast

Haukar nálgast toppliðin - Stjarnan úr botnsætinu

Solari fær langtímasamning hjá Real Madrid

Tveggja leikja bann fyrir pirringskastið

Rooney mun klára ferilinn í Bandaríkjunum

Birgir Leifur úr leik

Rekinn eftir 73 daga í starfi

Auglýsing