Keflvíkingar unnu nágrannaslaginn í Njarðvík í kvöld og tylltu sér með því á topp Dominos-deildarinnar í bili en Stjarnan á þó leik til góða.

Þetta var fjórði sigurleikur Keflvíkinga í röð sem hafa nú unnið ellefu af fyrstu fjórtán leikjunum.

Keflvíkingar voru skrefinu á undan nágrönnum sínum frá fyrstu mínútu og voru með frumkvæðið allan leikinn.

Gestirnir náðu tólf stiga forskoti í þriðja leikhluta sem Njarðvíkingar náðu að minnka niður í fimm stig áður en Keflvíkingar settu fótinn á bensíngjöfina á ný.