Brodnik hefur leikið með Tindastól undanfarin tvö ár en þar áður lék hann með Þór Þorlákshöfn í eitt tímabil.

Á nýafstöðnu tímabili var hann með 14,8 stig að meðaltali í leik ásamt því að rífa niður 6,1 fráköst að meðaltali.

Hann kemur til með að styrkja lið Keflavíkur enda búinn að vera meðal bestu leikmanna efstu deildar undanfarin þrjú ár.