Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur samið við Christian Voleskey en hann er 28 ára gamall bandarískur framherji.

Voleskey er fimmti leikmaðurinn sem Keflavík fær til liðs við sig eftir að hafa tryggt sér sæti í efstu deild síðastliðið haust.

Ísak Óli Ólafs­son kom sem lánsmaður frá danska liðinu Sönd­erjyskE, Oli­ver Kela­art gekk til liðs við Suðurnesjaliðið frá Kormáki/Hvöt, Marley Bla­ir frá Burnley og Ástbjörn Þórðar­son frá KR.