Körfubolti

Keflavík með átta sigurleiki í röð

Keflavík vann áttunda leikinn í röð í Dominos-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu sex stiga sigur í Borgarnesi.

Embla og liðsfélagar eru á miklu skriði. Fréttablaðið/Ernir

Keflavík komst aftur upp að hlið KR og Snæfells í Dominos-deild kvenna í kvöld með sex stiga sigri 89-83 á Skallagrími í Borgarnesi en fresta þurfti leik liðanna á dögunum vegna óveðurs.

Var þetta síðasti leikurinn í tíundu umferð og er Keflavík komið með sextán stig á meðan Borgnesingar eru áfram í sjötta sæti með sex stig.

Fresta þurfti leik liðanna vegna óveðurs á fimmtudaginn og fengu liðin því nægan tíma til að undirbúa leik kvöldsins.

Borgnesingar byrjuðu leikinn vel og voru með frumkvæðið lengst af í leiknum. Náðu þær um tíma fjórtán stiga forskoti í fyrri hálfleik en Keflvíkingar gáfust ekki upp.

Gestirnir sneru leiknum sér í hag í lokaleikhlutanum þar sem þær héldu heimakonum í fimmtán stigum og náðu að sigla fram úr.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Körfubolti

Tuttugu ára bið eftir nýju lagi frá Shaq lokið

Körfubolti

Fjórar breytingar fyrir leikinn gegn Belgíu

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing