Körfubolti

Keflavík með átta sigurleiki í röð

Keflavík vann áttunda leikinn í röð í Dominos-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu sex stiga sigur í Borgarnesi.

Embla og liðsfélagar eru á miklu skriði. Fréttablaðið/Ernir

Keflavík komst aftur upp að hlið KR og Snæfells í Dominos-deild kvenna í kvöld með sex stiga sigri 89-83 á Skallagrími í Borgarnesi en fresta þurfti leik liðanna á dögunum vegna óveðurs.

Var þetta síðasti leikurinn í tíundu umferð og er Keflavík komið með sextán stig á meðan Borgnesingar eru áfram í sjötta sæti með sex stig.

Fresta þurfti leik liðanna vegna óveðurs á fimmtudaginn og fengu liðin því nægan tíma til að undirbúa leik kvöldsins.

Borgnesingar byrjuðu leikinn vel og voru með frumkvæðið lengst af í leiknum. Náðu þær um tíma fjórtán stiga forskoti í fyrri hálfleik en Keflvíkingar gáfust ekki upp.

Gestirnir sneru leiknum sér í hag í lokaleikhlutanum þar sem þær héldu heimakonum í fimmtán stigum og náðu að sigla fram úr.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Körfubolti

Snæfell hélt KR í 46 stigum

Körfubolti

Einkaþjálfari Currys opnaði nýja vídd

Auglýsing

Nýjast

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Gunnar sigraði and­stæðinginn al­blóðugan

Auglýsing