Þrír leikir fóru fram í sjöttu umferð Domino's-deildar karla í körfubolta kvenna í kvöld en þar með lauk sjöttu umferðinni. KR fór með sigur af hólmi gegn Snæfelli í fyrsta leik umferðarinnar í gær.

Valur hafði betur 74-57 þegar liðið mætti Haukum en Valskonur eru taplausar á toppi deildarinnar en Haukar eru með átta stig líkt og Skallagrímur sem bar sigurorð af Breiðablik í kvöld. 60-48.

Keflavík vann svo Grindavík 80-76 í hörkuleik nágrannaliðanna. Keflavík hefur sex stig í fimmta sæti deildarinnar eftir þennan sigur. Breiðablik og Grindavík sem eru nýliðar í deildinni eru enn án stiga.

Það lítur út fyrir að Haukar, Skallagrímur, Keflavík og Snæfell sem er með fjögur stig í sjötta sæti muni berjast um að komast í úrslitakeppni deildarinnar með KR og Val sem virðast vera í sérflokki.