Dessi­e Baker var sem ungur strákur hluti af akademíu Manchester United og sam­hliða því sinnti hann störfum í tengslum við aðal­lið fé­lagsins. Störfum eins og þrífa takka­skó leik­manna liðsins líkt og hann lýsir í við­tali við Irish Mirror á dögunum.

Á þessum tíma voru leik­menn á borð við harð­hausinn Roy Kea­ne og mark­vörðinn Peter Sch­meichel hluti af liði Manchester United. Í við­talinu segir Baker frá stundinni þegar að Roy Kea­ne stóð upp fyrir honum.

,,Einn daginn var ég að ganga frá skóm leik­mannanna í búnings­klefanum. Þeir voru flestir við­staddir þar. Ég kláraði mitt verk og var að yfir­gefa klefann þegar að Peter Sch­meichel kallaði á mig."

,,'Hey írski' sagði hann. Ég horfði á hann og gekk til hans. Leik­mennirnir litu allir á okkur."

Baker segir síðan frá stundinni sem Sch­meichel á­kvað að niður­lægja hann.

,,Hann sagði: 'Ég vil geta séð spegil­mynd mína á þessum skóm. Gerðu þetta al­menni­lega og náðu svo í te og ristað brauð fyrir mig."

Baker segist hafa farið í kerfi við þetta. Það var þá sem Roy Kea­ne kom til varna fyrir hann og Baker segir hann ekki hafa haldið aftur að sér er hann hóf að svara Sch­meichel.

,,Nafn hans er ekki 'írski, það er Dessi­e. Ef þér finnst skórnir ekki í lagi segðu honum það þá al­menni­lega, ekki reyna spila þig stórann," segir Dessi­e að Roy Kea­ne hafi sagt við Peter Sch­meichel.

Dessi­e segir þetta hafa verið í fyrsta skipti sem hann hitti Roy Kea­ne al­menni­lega. ,,Hann bætti því við að ég ætti ekki að ná í te og ristað brauð fyrir Sch­meichel.