Fótbolti

Kaupóðir nýliðar stefna hátt

Aðeins tvö félög í ensku úrvalsdeildinni eyddu hærri fjárhæðum í leikmenn en Fulham í félagaskiptaglugganum sem var lokað í fyrradag. Nýliðarnir ætla sér stóra hluti í vetur og fallbarátta á ekki að vera á dagskrá.

Vasar Shahids Khan, eiganda Fulham, eru djúpir Fréttablaðið/Getty

Lið Fulham sem tekur á móti Crystal Palace í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag verður mikið breytt frá liðinu sem komst upp úr B-deildinni á síðasta tímabili. Fulham fór hamförum á félagaskiptamarkaðnum í sumar og fékk alls tólf leikmenn. Fimm þeirra komu á lokadegi félagaskiptagluggans.

Eigandi Fulham, Shahid Khan, er sterkefnaður og er í 216. sæti yfir ríkustu einstaklinga heims. Hann keypti Fulham af Mohamed Al Fayed sumarið 2013. Khan hefur einnig átt NFL-félagið Jacksonville Jaguars síðan 2011.

Khan vill ná árangri sem sést bersýnilega á þeim félagaskiptum sem Fulham gerði í sumar. Fulham keypti leikmenn fyrir 110,5 milljónir punda. Aðeins Liverpool (170,8 m) og Chelsea (122 m) eyddu hærri fjárhæðum í leikmenn en Fulham. Þetta er í fyrsta sinn sem nýliðar í ensku úrvalsdeildinni eyða meira en 100 milljónum punda í leikmenn og til að setja eyðsluna í samhengi keyptu Manchester-liðin, City og United, leikmenn fyrir samtals 126,8 milljónir punda í sumar.

Kaup Fulham á Jean Michaël Seri frá Nice vöktu mikla athygli en ekki er langt síðan hann var orðaður við félög á borð við Barcelona, Chelsea og Arsenal. Seri er samt ekki dýrasti leikmaðurinn sem Fulham keypti í sumar. Þann heiður fær kamerúnski miðjumaðurinn André-Frank Zambo Anguissa sem var keyptur fyrir 30 milljónir punda frá Marseille. Aleksandar Mitrovic, sem skoraði 12 mörk er hann lék sem lánsmaður með Fulham seinni hluta síðasta tímabils, var keyptur fyrir 22 milljónir punda frá Newcastle United og 15 milljónir punda fóru í miðvörðinn Alfie Mawson sem hefur verið að banka á dyrnar hjá enska landsliðinu.

Fulham fékk einnig fimm leikmenn að láni. André Schürrle, sem lagði upp sigurmarkið í úrslitaleik HM 2014, kom á láni frá Borussia Dortmund, argentínski framherjinn Luciano Vietto kom frá Atlético Madrid, spænski markvörðurinn Sergio Rico frá Sevilla og varnarmennirnir Calum Chambers og Timothy Fosu-Mensah komu svo á láni frá Arsenal og Manchester United.

Fulham fékk ekki alla þessa leikmenn til þess eins að halda sér í deildinni. Lundúnafélagið ætlar sér stærri hluti og nái serbneski knattspyrnustjórinn Slavisa Jokanovic að mynda sterka liðsheild gæti Fulham endaði í efri hluta deildarinnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Meiri harka í gríska boltanum

Fótbolti

Fyrrum lands­liðs­maður Gana í við­ræðum við Val

Fótbolti

Balotelli að semja við Marseille

Auglýsing

Nýjast

Stjarnan sigursælust

Börsungar nánast öruggir með toppsætið

Sárt tap í bikarúrslitum

Frábær seinni hálfleikur Swansea

Úlfarnir í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í 16 ár

Jón Dagur sá rautt

Auglýsing