Kaup fót­bolta­fé­lagsins E­ver­ton á mark­verðinum Cecilia Rán Rúnars­dóttir er í upp­námi vegna Brexit reglu­gerðar, sam­kvæmt frétt frá Sporting News.

Cecilia er nú sau­tján ára og á­formað var að hún myndi koma til leiks við E­ver­ton þegar hún yrði á­tján ára. Fjöldi liða hafa reynt að ná samningum við hana, meðal annars West Ham, en E­ver­ton hafði sigur úr býtum.

Vegna nýrra reglu­gerðar Eng­lands í kjöl­far Brexit vantar Ceciliu að safna fleiri stigum áður en hún fær flutning til E­ver­ton. Vonin er sú að hún muni geta byrjað að spila með þeim á janúar á næsta ári, um hálfu ári eftir upp­haf­legri á­ætlun.

Sem stendur spilar Cecilia með sænska liðinu KIF Örebro.