Handboltakonan Katrín Tinna Jensdóttir sem leikið hefur með Stjörnunni undanfarin misseri hefur skrifað undir tveggja ára samning við norska félagið Volda.

Katrín Tinna, sem er fædd árið 2002, er uppalin hjá Fylki, en tengingar Volda við Árbæjarfélagið liggja bæði í gegnum þjálfara liðsins, Halldór Stefán Haraldsson, og Thea Imani Sturludóttur sem lék um skeið með liðinu.

„Katrín er hávaxinn línumaður og öflugur varnarmaður. Þetta er leikmaður sem hefur spilað með yngri landsliðum Íslands og fengið tækifæri í leikmannahópi A-landsliðsins.

Um er að ræða spennandi leikmann sem verður gaman að sjá hvernig muni þróast hjá Volda," segir Halldór Stefán um nýjasta leikmann sinn.