Aflraunakonan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þeirra sem kemur fram á ráðstefnu ESPN um kvennaíþróttir í Bandaríkjunum í dag.

Þetta er tíunda árið sem ESPN heldur sérstaka ráðstefnu um konur í íþróttum þar sem fremstu íþróttakonur heims koma fram.

Katrín Tanja mun koma fram með Liz Cambage, leikmanni úr WNBA, Becky Lynch sem er í WWE, Shelly-Ann Fraser-Pryce sem vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum árið 2008 og 2012 og Sage Steele sem stýrir einum stærsta þætti ESPN.

Flokkur Katrínar er kallaður íþróttamenn í fremstu röð og er hún eini fulltrúi ráðstefnunnar úr CrossFit-heiminum.

Hér má sjá alla sem taka til máls á ráðstefnunni sem tekur þrjá daga en þar má finna NASCAR-ökumenn, WNBA leikmenn, knattspyrnukonur og konur sem vinna við umfjöllun um íþróttir í Bandaríkjunum.