Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra og einn harðasti stuðnings­maður Liver­pool á Ís­landi, segist ekki geta stutt á­form síns lið sum að ganga til liðs við ofur­deildina svo­kölluðu.

Þetta kemur fram í tísti sem Katrín birti á ensku nú fyrir skemmstu. Þar segir hún Liver­pool verða að ganga þessa veg­ferð án sín. Miðað við tíðindi kvöldsins virðist þó fjara undan mögu­legri til­vist deildarinnar.

„Að­dá­endur eru andi og hjarta hverrar í­þróttar, þessi í­þrótt er ekkert án þeirra,“ skrifar Katrín. „Þegar græðgi og kapítal­ismi taka al­farið yfir, glatast hjarta í­þróttarinnar. Ég mun ekki fylgja Liver­pool á þessari veg­ferð, eig­endurnir þurfa að ganga þetta einir.“