Katrín Ásbjörnsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Stjörnunnar um að leika með liðinu í sumar en hún lék með uppeldisfélagi sínu, KR, síðasta sumar.

Katrín hefur spilað 179 meistaraflokksleiki og skorað í þeim leikjum 77 mörk. Hún spilaði 56 leiki með Stjörnunni frá 2016 til2018 og skoraði fyrir liðið 31 mark og varð Íslandsmeistari með liðinu 2016.

"Ég er ánægð með að hafa skrifað undir hjá Stjörnunni fyrir þetta tímabil. Ég þekki klúbbinn vel og hlakka til að byrja aftur af krafti.

Liðið lítur vel út, með góða blöndu af ungum og efnilegum leikmönnum ásamt nokkrum reynsluboltum. Markmiðin mín eru að bæta við þá reynslu og hjálpa liðinu að ná góðum árangri á komandi leiktíð" segir Katrín Ásbjörnsdóttir um vistaskiptin.