Katla B. Ketilsdóttir átti frábæran keppnisdag í gær á Evrópumeistaramóti U-23 í kraftlyftingum sem fram fer í Rovaniemi í Finnlandi þessa dagana.

Þar bætti Katla árangur sinn í snörun um þrjú kílógrömm og jafnaði Íslandsmetið með því að snara upp 83 kílógrömmum í seinustu snörun sinni.

Einnig náði þessi 21 árs gamla lyftingakona 99 kílógramma jafnhendingu og bætti hún besta árangur sinn í greininni um sjö kílógrömm sem skilaði sér í 182 kílógrömmum í samanlögðum árangir.

Það er nýtt íslandsmet í samanlögðu í 64 kílógramma flokki í U-23 og Senior og persónuleg bæting hjá Kötlu um 10 kílógrömm í samanlögðum árangri á móti síðan .

Besti árangur hennar hingað til var á Sumarmóti lyftingasambands Íslands, LSÍ, í júní síðastliðnum.

Þessi árangur skilaði Kötlu í sjötta sæti à mótinu og 240.28 Sinclair stigum og hefur hún þar af leiðndi náð C lágmörkum á Heimsmeistaramóti Senior í Uzbekistan sem haldið verður í desember næstkomandi.