„Mér fannst við geta stolið þessu í lokin. Það var ekki mikið að frétta sóknarlega í dagen við vorum góðar varnarlega, þær voru ekki að opna okkur mikið,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands í leikslok eftir 1-1 jafntefli Íslands og Ítalíu.

„Við vorum lítið að halda í boltann og hefðum mátt gera betur þar. Ég vill vera í boltanum og get skapað hluti þannig en það var ekki í dag. Við þurftum að gera vel varnarlega og gerðum það í dag. “

Karólína var ánægð með markið sitt en sá eftir að hafa brennt af í góðu færi undir lok leiksins þegar það var borið undir hana hvernig tilfinningin væri að skora sitt fyrsta mark á stórmóti.

„Það var mjög gaman, það sást alveg á þessum myndum. Ég er búin að gleyma þessu núna út af þessu færi þarna undir lokin, en ég verð sáttari á morgun.“