Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skrifaði í dag undir nýjan samning við þýska stórveldið Bayern Munchen. Karólína verður því í herbúðum félagsins til 2025 að hið minnsta.

Sóknartengiliðurinn sem kom til Bayern frá Breiðablik hefur verið á mála hjá Bayern í rúmt ár.

Hún er ein þriggja Íslendinga í herbúðum Bayern þessa stundina ásamt Glódísi Perlu Viggósdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem kom til Bayern á dögunum.

Karólína sem er uppalin í FH var hluti af meistaraliði Bayern í þýsku deildinni á síðasta ári.