Íslenska karlalandsliðið fer upp um tvö sæti á styrkleikalista FIFA eftir leikina þrjá í síðasta landsleikjahléi og er nú í 39-40. sæti með Marokkó.

Ísland vann einn leik af þremur gegn Rúmeníu 2-1. Því fylgdi tvö töp, 0-3 og 1-2 gegn Dönum og Belgum í Þjóðardeild UEFA.

Rúmenar hrynja niður um tíu sæti á listanum eftir úrslit síðustu vikna og nær Ísland að skjótast upp fyrir Rúmena og Norður-Íra.

Ungverjar, andstæðingar Íslands í umspili upp á sæti á EM eru í 47. sæti.