Ísland mætir Liechtenstein í kvöld þar sem Ísland fær tækifæri til að vinna kærkominn sigur fyrir þjálfarateymið og leikmannahópinn í undankeppni HM 2022.

Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppninni sem lýkur með tveimur útileikjum í næsta mánuði.

Í dag er ár upp á dag frá því að Ísland tapaði 0-3 gegn Danmörku í Þjóðardeildinni, nokkrum dögum eftir góðan sigur á Rúmenum í umspili fyrir EM 2020.

Á þessum 365 dögum sem eru liðnir síðan Ísland tapaði gegn Dönum á Laugardalsvelli hefur Ísland leikið fimmtán leiki og er uppskeran afar léleg.

Í þessum fimmtán leikjum hefur Ísland tvisvar fagnað sigri, gegn Liechtenstein og gegn Færeyjum í æfingarleik, gert þrjú jafntefli tapað tíu leikjum.

Markatala liðsins á þessum tíma er fyrir vikið neikvæð. Ísland hefur skorað fjórtán mörk gegn þrjátíu mörkum andstæðinga Íslands.

Hefur Ísland því fengið á sig tvö mörk að meðaltali og skoraði tæplega eitt mark í leik í þessum fimmtán leikjum.

Síðustu 15 leikir Íslands:

Ísland 1-1 Armenía (undankeppni HM 2022)

Ísland 0-4 Þýskaland (undankeppni HM 2022)

Ísland 2-2 Norður-Makedónía (undankeppni HM 2022)

Ísland 0-2 Rúmenia (undankeppni HM 2022)

Pólland 2-2 Ísland (Æfingaleikur)

Færeyjar 0-1 Ísland (Æfingaleikur)

Mexíkó 2-1 Ísland (Æfingaleikur)

Liechtenstein 1-4 Ísland (undankeppni HM 2022)

Armenía 2-0 Ísland (undankeppni HM 2022)

Þýskaland 3-0 Ísland (undankeppni HM 2022)

England 4-0 Ísland (Þjóðadeild)

Danmörk 2-1 Ísland (Þjóðadeild)

Ungverjaland 2-1 Ísland (undankeppni EM 2020)

Ísland 1-2 Belgía (Þjóðadeild)

Ísland 0-3 Danmörk (Þjóðadeild)