Í ný­af­stöðnum lands­leikja­glugga tapaði ís­lenska karla­lands­liðið 266 og 267 leik sínum gegn Rúmeníu og Þýska­landi. Með því hefur karla­lands­liðið tapað fleiri leikjum en kvenna­lands­liðið hefur leikið á þeim fjöru­tíu árum sem liðin eru frá fyrsta lands­leik kvenna­lands­liðsins.

Strákarnir okkar fengu að­eins eitt stig af níu mögu­legum í ný­af­stöðnum lands­leikja­glugga þar sem Ís­land mætti Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýska­landi í undan­keppni HM 2022.

Ís­land tapaði 0-4 gegn Þýska­landi og 0-2 gegn Rúmeníu en tókst að bjarga stigi gegn Norður-Makedóníu eftir að hafa lent 0-2 undir.

Með því hefur ís­lenska karla­lands­liðið tapað 267 leikjum af 508 eða 52,55% leikja karla­lands­liðsins frá upp­hafi. Um leið nálgast karla­lands­liðið hundrað jafn­tefli en jafn­teflið gegn Norður-Makedóníu var 94. jafn­teflið til þessa.

Eru það fleiri tap­leikir en heildar­fjöldi leikja kvenna­lands­liðsins frá því að fyrsti kvenna­lands­leikurinn fór fram í Kilmarn­ock þann 20. septem­ber 1981. Leiknum lauk með 3-2 sigri Skota.

Í dag stendur leikjafjöldi kvennalandsliðsins í 265 leikjum.

Þess skal þó getið að karla­lands­liðið hefur leikið tæp­lega helmingi fleiri leiki en kvenna­lands­liðið enda hóf karla­lands­liðið að leika fyrir Ís­lands hönd 35 árum áður en fyrsti kvenna­lands­leikurinn fór fram.