Besiktas mun ekki nýta ákvæði í samningi við Liverpool til þess að kaupa þýska markvörðinn Loris Karius fyrir fullt og allt.

Karius er á öðru tímabili sínu í herbúðum tyrkneska félagsins á láni frá Liverpool. Samkvæmt samningnum getur Besiktas keypt Karius í lok lánstímabilsins.

Markverðinum hefur ekki tekist að heilla forráðamenn Besiktas samkvæmt heimildum Athletic enda leikið undir stjórn þriggja mismunandi þjálfara.

Ólíklegt er að hann eigi sér framtíð hjá Liverpool og er líklegt að hann verði seldur áfram næsta sumar enda ekki fyrsti né annar kostur í markvarðastöðuna.

Stuðningsmenn Liverpool hafa ekki fyrirgefið Karius dýrkeypt mistök sem hann gerði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2018.