Íslenski boltinn

Kári til Víkings eftir HM

Kári Árnason byrjar að spila með Víkingi R., sínu uppeldisfélagi, eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Kári lék síðast með Víkingi sumarið 2004.

Kári í Víkingsbúningnum. Mynd/Víkingur

Landsliðsmaðurinn Kári Árnason gengur í raðir Víkings R. eftir HM í Rússlandi í sumar. Kári hefur skrifað undir samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019.

Það þarf ekki að fjölyrða um hversu mikill styrkur þetta er fyrir Víking. Kári hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er á leið á sitt annað stórmót með því.

Kári, sem er 35 ára, lék með Aberdeen í Skotlandi í vetur en tilkynnti í dag að hann væri á förum frá félaginu.

Hjá Víkingi hittir Kári fyrir Sölva Geir Ottesen sem gekk í raðir liðsins í vetur. Kári lék síðast með Víkingi sumarið 2004, eða fyrir 14 árum síðan.

Víkingur situr í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með fimm stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Völsungi úrskurðaður sigur gegn Huginn

Íslenski boltinn

„Munum standa áfram með okkar málstað“

Íslenski boltinn

Þór/KA verður án lykilleikmanna gegn Wolfsburg

Auglýsing

Nýjast

„Draumur að rætast í Tékklandi þetta kvöld“

Arsenal setti fjögur gegn Vorskla Poltava

Willian skoraði eina mark Chelsea í Grikklandi

Uxinn farinn að æfa með bolta á ný

Ólafía á einu höggi yfir pari á Spáni

Al­þjóða lyfja­eftir­litið af­léttir banni Rússa

Auglýsing