Íslenski boltinn

Kári til Víkings eftir HM

Kári Árnason byrjar að spila með Víkingi R., sínu uppeldisfélagi, eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Kári lék síðast með Víkingi sumarið 2004.

Kári í Víkingsbúningnum. Mynd/Víkingur

Landsliðsmaðurinn Kári Árnason gengur í raðir Víkings R. eftir HM í Rússlandi í sumar. Kári hefur skrifað undir samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019.

Það þarf ekki að fjölyrða um hversu mikill styrkur þetta er fyrir Víking. Kári hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er á leið á sitt annað stórmót með því.

Kári, sem er 35 ára, lék með Aberdeen í Skotlandi í vetur en tilkynnti í dag að hann væri á förum frá félaginu.

Hjá Víkingi hittir Kári fyrir Sölva Geir Ottesen sem gekk í raðir liðsins í vetur. Kári lék síðast með Víkingi sumarið 2004, eða fyrir 14 árum síðan.

Víkingur situr í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með fimm stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Enn og aftur tapaði Stjarnan niður forskoti

Íslenski boltinn

Ólafur Ingi á heimleið eftir HM

Íslenski boltinn

Topplið síðasta tímabils mætast

Auglýsing

Nýjast

Handbolti

Meistari í þriðja landinu á síðustu þremur árum

Sport

Þrjú komin á heimsleikana

Fótbolti

Kviknaði í sigur­rútu Red Star Bel­grad

Handbolti

Bundu endi á 10 ára sigurgöngu Veszprém

Handbolti

Bjarki Már EHF-meistari

Enski boltinn

Segir Lukaku hafa ákveðið að byrja á bekknum

Auglýsing