Ísland mætti Armeníu í undankeppni HM og gerði 1-1 jafntefli á föstudag. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði mark Íslands í leiknum Kári Kristján tók til máls á Facebook til að skamma íslensku leikmennina fyrir að syngja ekki með þjóðsöngnum. ,Kann engin helvítis Þjóðsönginn? Og eitt gerpið að japla tyggjó á meðan. Fyrirliðinn eins og stytta! Átakanlegt!," skrifaði Kári á Twitter.

Málið vakti furðu Birkis Bjarnasonar sem var fyrirliði liðsins í leiknum, Birkir var að spila sinn 102 landsleik og hefur hann aldrei sungið með. „Mér fannst þetta sérstakt, að hann kæmi með þetta. Þetta hefur yfirleitt verið svona að sumir syngja og sumir ekki. Sumir syngja inni í sér,. Hver ákveður fyrir sig hvernig hann vill gera þetta. Mér fannst þetta fara yfir strikið hvernig hann orðaði þetta. Alir hafa samt leyfi á sínum skoðunum," sagði Birkir á fundi í Laugardalnum í gær.

Valli

Ætlar ekki að biðjast afsökunar:

Sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason ræddi um málið í hlaðvarpsþætti sínum Dr. Football í dag. Þar setti hann fram þá ósk sína að Kári myndi biðjast afsökunar. Það ætlar Kári ekki að gera.

„Nei ég ætla nú ekki að biðjast afsökunar, fyrir mér er þetta ekki mjög djúp pæling. Það hefur alltaf farið í taugarnar á mér þegar fólk syngur ekki með," sagði Kári í samtali við Fréttablaðið í dag.

„Syngdu þennan blessaða þjóðsöng þegar þú ert í framlínunni. Það er ekkert dýpra en það.“

Kári hefur fengið kaldar kveðjur vegna málsins. „Það verða allir að hafa sína skoðun á þessu, sumum finnst ég eflaust algjör hálfviti. Það verður þá bara að vera þannig," sagði Eyjamaðurinn léttur í lund.