Fótbolti

Kári segir skilið við Aberdeen

Kári Árnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur yfirgefið herbúðir skoska liðsins Aberdeen. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum á twitter-síðu hans.

Kári Árnason í leik með Aberdeen fyrr á leiktíðinni.

Kári Árnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur yfirgefið herbúðir skoska liðsins Aberdeen. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum á twitter-síðu hans. 

Kári gekk til liðs við Aberdeen frá kýp­verska liðinu Omonia fyrir síðasta keppnistímabil, en hann lék 21 deildarleik fyrir liðið og skoraði tvö mörk í deildinni. 

Aberdeen hafnaði í öðru sæti deildarinnar á yfirstandandi leiktíð, en Celtic varð skoskur meistari. Þá féll Aberdeen úr leik í undanúrslitum skoska bikarsins á móti Motherwell.

Kári sem er 35 ára gamall er á leið með íslenska karlalandsliðinu á HM í Rússlandi í sumar lét það ekki fylgja með í tilkynningu sinni hver næsti áfangastaður hans verður hvað félagslið varðar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Fótbolti

Ronaldo á vinsælustu íþróttamynd í sögu Instagram

Fótbolti

Wenger tekur ekki við Japan

Auglýsing

Nýjast

Besti hringur Tigers á risamóti síðan 2011

Þrír jafnir á toppnum á Opna breska

HK aftur á toppinn eftir sigur á Grenivík

Berglind Björg skaut Blikum í bikarúrslit

María og Ingvar Íslandsmeistarar

Stjarnan skoraði níu í Árbænum og er komin í bikarúrslit

Auglýsing