Fótbolti

Kári segir skilið við Aberdeen

Kári Árnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur yfirgefið herbúðir skoska liðsins Aberdeen. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum á twitter-síðu hans.

Kári Árnason í leik með Aberdeen fyrr á leiktíðinni.

Kári Árnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur yfirgefið herbúðir skoska liðsins Aberdeen. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum á twitter-síðu hans. 

Kári gekk til liðs við Aberdeen frá kýp­verska liðinu Omonia fyrir síðasta keppnistímabil, en hann lék 21 deildarleik fyrir liðið og skoraði tvö mörk í deildinni. 

Aberdeen hafnaði í öðru sæti deildarinnar á yfirstandandi leiktíð, en Celtic varð skoskur meistari. Þá féll Aberdeen úr leik í undanúrslitum skoska bikarsins á móti Motherwell.

Kári sem er 35 ára gamall er á leið með íslenska karlalandsliðinu á HM í Rússlandi í sumar lét það ekki fylgja með í tilkynningu sinni hver næsti áfangastaður hans verður hvað félagslið varðar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Arnór Ingvi etur kappi við Chelsea

Fótbolti

Liverpool mætir Bayern

Fótbolti

Arnór og Hörður báðir í úrvalsliði sjöttu umferðar

Auglýsing

Nýjast

Guðrún Brá í 39. sæti eftir tvo hringi

Viðræður hafnar við Martial

Dirk Nowitzki fékk ótrúlegar móttökur í nótt

Jussi hættir sem afreksstjóri GSÍ

Hildur og Martin valin best af KKÍ

Tapið gegn Liverpool ekki síðasta hálmstráið

Auglýsing