Haukar staðfestu í dag að bakvörðurinn Kári Jónsson væri genginn í raðir uppeldisfélags síns á nýjan leik eftir eins árs fjarveru.

Ekkert varð úr því að Kári myndi leika með Helsinki Seagulls þar sem félagið var ekki tilbúið að bíða eftir Kára sem er að ná sér eftir erfiða aðgerð sem hann þurfti að fara í þegar hann var leikmaður varaliðs Barcelona síðasta vetur.

Kári snýr því aftur heim til Íslands og leikur með uppeldisfélagi sínu en þegar hann hefur leikið með félaginu komst liðið í fyrra skiptið í úrslitin og varð deildarmeistari tveimur árum seinna en í bæði skiptin stóð KR í veg fyrir að Haukar gætu unnið Íslandsmeistaratitilinn.

Bakvörðurinn var með 19.8 stig, 4,1 frákast og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik síðast þegar Kári lék á Íslandi.