Kári Jónsson, einn besti leikmaður Subway-deildarinnar í körfuknattleik, hefur framlengt samningi sínum við Val.

Valur varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð. Þar spilaði Kári stórt hlutverk. Hann var til að mynda valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.

Kári er uppalinn í Haukum en hefur einnig leikið í atvinnumennsku.

Yfirlýsing Vals

MVP úrslitakeppninnar áfram á Hlíðarenda!

Kári Jónsson hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Vals og mun leika með liðinu á komandi tímabili.

Bakvörðurinn small einkar vel inní liðið þegar hann kom siðasta liðið haust enda flottur karakter með góða leiðtoga hæfni.

Frammistaða Kára var stigvaxandi allt leiktímabilið og í urslitakeppninni sprakk hann út og var valinn besti leikmaðurinn að henni lokinni.