Kári Jóns­son, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við spænska félagið Girona en greint er frá þessu á heimasíðu félagsins.

Kári samdi við uppeldisfélag sitt Hauka í sumar en var með ákvæðiní samningi sínum að hann væri laus allra mála ef erlent félag myndi banka á dyrnar eins og raunin varð.

Kári er að endurnýja kynni sín við Katalón­íu en hann gekk til liðs við Barcelona árið 2018 og lék með varaliði félagsins um skeið. Þrálát meiðsli urðu til þess að hann koma heim aftur.

Marc Gasol, leikmaður Los Angeles Lakers á dög­un­um er for­seti Girona sem leikur í spænsku B-deildinni. Quim Costa þjálfar liðið en hann hefur á sínum ferli verið aðstoðarþjálf­ari Barcelona og spænska karlalandsliðsins.