Nikola Karabatic, Thierry Omayer og Sander Sagosen eru meðal þeirra sem þakka Guðjóni Vali Sigurðssyni fyrir framlag hans til handboltans á Instagram í dag.

Guðjón Valur tilkynnti fyrr í dag að hann væri hættur eftir 25 ára feril. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Guðjón vera ánægður að hafa tekið þessa ákvörðun.

Íslendingar fóru fögrum orðum um Guðjón Val í samantekt sem sjá má hér.

Nikola Karabatic og Thierry Omayer, lykilleikmenn í franska landsliðinu í tvo áratugi og andstæðingar Guðjóns fara fögrum orðum um hornamanninn á Instagram í færslum sem sjá má hér fyrir neðan.

Þá þakkar Sander Sagosen, norski liðsfélagi Guðjóns á nýafstöðnu tímabili með PSG, Guðjóni fyrir samvinnuna.

Omayer átti stóran þátt í sigri Frakka á Íslandi í úrslitaleik ÓL 2008.
Mynd/Instagram
Sander Sagosen var ánægður að hafa fengið að kynnast Guðjóni
Mynd/Instagram
Karabatic og Guðjón léku saman hjá Barcelona og PSG.
Mynd/instagram