Það að Fernando Alonso hafi skrifað undir samning við Aston Martin í Formúlu 1 og gangi til liðs við liðið frá Alpine eftir yfirstandandi tímabil gæti komið sem blessun í dulargervi fyrir Alpine.

Ökumannskapallinn fór af stað eftir að fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel tilkynnti um ákvörðun sína að hætta sem ökumaður í Formúlu 1 eftir yfirstandandi tímabil.

Aston Martin var ekki lengi að fylla upp í skarð hans og í morgunsárið barst tilkynning þess efnis að Fernando Alonso hefði skrifað undir nokkurra ára samning við liðið.

Ökumannsleit Alpine fer því af stað núna en það er alls ekki víst að sú leit taki langan tíma því á kantinum bíður afar spennandi og efnilegur ökumaður liðsins, Oscar Piastri varaökumaður liðsins sem gæti nú fengið langþráð tækifæri í mótaröðinni.

Það stefndi ekki í breytingar hjá Alpine liðinu en með brotthvarfi Alonso opnast tækifæri fyrr mögulega innkomu Piastri sem hafði verið orðaður við Williams áður en skipti Alonso voru kunngerð.