Richardson gekkst að broti sínu og viðurkenndi að hafa reykt kannabis en hún var talin afar sigurstrangleg í Tókýó.

Fyrir vikið úrskurðaði Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna að tími hennar skildi ógildur og að hún færi í eins mánaða keppnisbann.

Keppnisbanninu lýkur í byrjun ágúst og stóðu því vonir til að Richardsson yrði boðuð í boðhlaupssveit Bandaríkjanna sem keppir 6. ágúst.

Það varð hinsvegar ekkert úr því en frjálsíþróttasamband Bandaríkjanna sendi inn keppendalista í gær og var Richardson ekki á honum.

Richardson var búin að hlaupa hundrað metrana á 10,72 á þessu ári en yfirleitt hafa gullverðlaun á Ólympíuleikunum verið að vinnast á rúmum 10,7 sekúndum.

Fyrir vikið stóðu vonir til þess að hún yrði fyrsta bandaríska konan til að vinna til gullverðlauna í hundrað metra hlaupi í 25 ár en ekkert verður úr því.