Ás­gerður Stefanía Baldurs­dóttir fyrrum leik­maður Vals og nú þjálfari hjá fé­laginu var gestur í Í­þrótta­vikunni með Benna Bó á föstu­dags­kvöld en með henni í setti var Hörður Snævar Jóns­son, frétta­stjóri í­þrótta á Torgi.

Ás­gerður á­kvað á dögunum að leggja skóna á hilluna eftir magnaðan feril en hún lék á ferlinum 10 A-lands­leiki. Hún hefur á undan­förnum mánuðum slegið í gegn í sjón­varpi.

Adda var sér­fræðingur í kringum Evrópu­mótið hjá körlum í fyrra og Evrópu­mót kvenna í ár. Þá hefur komið fram að hún verði á meðal sér­fræðinga RÚV á HM í Katar.

„Þetta er skemmti­legt, mér finnst gaman að pæla dýpra í fót­bolta en bara að horfa á hann," segir Adda eins og hún er alltaf kölluð.

„Það er gaman að vera í þessu teymi hjá RÚV, skemmti­legur hópur. Það er skemmti­legt að horfa á þetta.“

Komið hefur fram að Adda, Margrét Lára Viðars­dóttir, Heimir Hall­gríms­son, Ólafur Kristjáns­son og Arnar Gunn­laugs­son verði sér­fræðingar RÚV í kringum HM.

Um­ræðuna má horfa á hér að neðan.