Harry Kane fram­herji Tottenham Hotspur er vongóður um að hann verði búinn að ná sér af þeim meiðslum sem haldið hafa honum utan vallar síðustu vikurnar í tæka tíð fyrir úrslitalek Meist­ara­deild­ar Evr­ópu sem leikinn verður 1. júní næstkomandi.

Tottenham Hotspur tryggði sér farseðilinn í úrslitaleikinn með dramatískum sigri gegn Ajax í seinni leik liðanna í undanúrslitum keppninnar í Amsterdam í gærkvöldi.

Kane sem hefur verið að glíma við ökkla­meiðsli gaf sér tíma frá fagnaðarlátum liðsins til þess að ræðra við fjölmiðla og upplýsa þá um stöðu mála hvað meiðsli sín varðar.

„Við verðum bara að bíða og vona. Endurhæfingin gengur vel og þetta er allt á réttri leið. Vonandi verð ég orðinn nógu góður til þess að spila," sagði enski landsliðsframherjinn í samtali við BT sports.