Harry Kane gefur lítið fyrir gagnrýnisraddir um að hann eigi það til að vera með leikaraskap til að reyna að fá vítaspyrnur.

Kane var gagnrýndur eftir að hann fór auðveldlega niður undir lok leiks í jafntefli Tottenham og Arsenal um helgina. Þá var Kane sakaður um leikaraskap í leik Spurs og Newcastle á dögunum.

Aðspurður hvort að hann hefði kastað sér niður með leikaraskap til að reyna að krækja í vítaspyrnu tók Kane fyrir það.

„Ég hef aldrei reynt að leika á dómarann með leikaraskap og geri það vonandi aldrei. Ég sagði það eftir Arsenal-leikinn, þetta er 50/50 tækling og er oft dæmt á þetta. Ég nýti líkamann vel eins og framherjar eiga að gera. Á miðjum vellinum er þetta alltaf aukaspyrna.“