Enski landsliðsframherjinn hefur óskað eftir því að fá að yfirgefa herbúðir Tottenham Hotspur í sumar.

Það er Skysports sem greinir frá þessu en þar segir að Manchester United, Manchester City og Chelsea séu líklegastir sem næsti áfangastaður á ferli Kane.

Þessi 27 ára sóknarmaður er samningsbundinn Tottenham Hotspur til ársins en talið er að félagið muni hlusta á tilboð í Kane í kringum 120 milljónir punda.

Kane er ásamt Mo Salah markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á yfirstandandi leiktíð en þeir hafa hvor um sig skorað 22 mörk í deildinni á tímabilinu.