Enski boltinn

Kane frá næstu sex vikurnar

Óvíst er hvort Harry Kane taki þátt í fleiri leikjum með Tottenham á þessu tímabili eftir að niðurstöðurnar úr læknisskoðun sýndu að hann væri með sködduð liðbönd í ökkla eftir að hafa lent í samstuði við Asmir Begovic um helgina.

Kane liggur sárþjáður á vellinum í Bournemouth um helgina.

Harry Kane, leikmaður Tottenham og enska landsliðsins, er með sködduð liðbönd í ökkla eftir að hafa meiðst í leik liðsins gegn Bournemouth um helgina í ensku úrvalsdeildinni. Hann ætti að vera frá í tæpa tvo mánuði.

Um er að ræða áfall fyrir Tottenham í baráttunni um eitt af efstu fjórum sætum deildarinnar en Kane var búinn að skora 24 mörk í 29 leikjum og var í harðri baráttu um þriðja gullskóinn í röð.

Þá er Tottenham komið í 8-liða úrslit enska bikarsins en félagið á leik gegn Swansea framundan um helgina. Hann ætti þó að vera klár í slaginn þegar England mætir á HM í Rússlandi í sumar.

Kane fór meiddur af velli í fyrri hálfleik á Vitaly-leikvellinum um helgina eftir samstuð við Asmir Begovic. Var það staðfest í að liðbönd í ökklanum hafi skaddast en yfirleitt tekur endurhæfingin um 6-8 vikur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Marti­al sagður vilja burt frá United

Enski boltinn

Frá Sunderland til Kína

Enski boltinn

Viðræðum við Liverpool um Fekir lokið

Auglýsing

Nýjast

HM 2018 í Rússlandi

Svipta Pogba markinu gegn Ástralíu

Sport

Vilja Hannes í ensku úrvalsdeildina

HM 2018 í Rússlandi

Engin æfing hjá landsliðinu í dag

HM 2018 í Rússlandi

Alfreð upp að hlið Arnórs og Ríkharðs

HM 2018 í Rússlandi

Heimir segir stigið gegn Argentínu verðskuldað

HM 2018 í Rússlandi

Birkir fékk treyjuna hjá Messi

Auglýsing