Kane hefur ekki farið leynt með áhuga sinn að yfirgefa Tottenham í sumar og reynt ýmis brögð til að þrýsta á Tottenham að leyfa honum að yfirgefa félagið.

Í viðtali í vor lýsti hann því yfir í viðtali við Gary Neville að það væri kominn tími á nýja áskorun eftir níu ár sem hluti af aðalliði Tottenham.

Manchester City sóttist eftir kröftum hans og voru tilbúnir að gera Kane að dýrasta leikmanni Bretlandseyja frá upphafi en Tottenham neitaði öllum fyrirspurnum City.

Kane á þrjú ár eftir af samningi sínum við Tottenham en breskir fjölmiðlar hafa fullyrt að Kane hafi talið að heiðursmannasamkomulag hefði verið samþykkt um að hann fengi að fara í sumar.

Hinn 28 ára gamli framherji mun því leika með Tottenham út þetta tímabil en óvíst er hvort að Manchester City bíði eftir Kane þar sem félaginu vantar framherja.