HM 2018 í Rússlandi

Kane: Ætlum að svara fyrir tapið gegn Íslandi

Harry Kane, framherji Tottenham og fyrirliði enska landsliðsins, segir að þeir ætli sér að bæta upp fyrir tapið gegn Íslandi á EM 2016 í Rússlandi í sumar.

Kane í baráttu við Jóhann Berg í 2-1 sigri Íslands í Nice. Fréttablaðið/Getty

Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins og markahrókur Tottenham, segir að leikmenn enska landsliðsins ætli sér að bæta upp fyrir tapið gegn Íslandi á Evrópumótinu 2016.

Töluverðar breytingar hafa átt sér stað á enska landsliðshópnum á tveimur árum en 1-2 tapið gegn Íslandi í Nice svíður enn fyrir ensku þjóðina. 

Kane segir að leikmenn ætli að vinna hug og hjörtu Englands á ný og bæta upp fyrir tapið gegn Íslandi í Rússlandi í sumar.

„Augljóslega var leikurinn gegn Íslandi afar mikil vonbrigði en við getum unnið okkur aftur inn í hug og hjörtu landsins hér í Rússlandi.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

KSÍ kynnir nýjan þjálfara á morgun

HM 2018 í Rússlandi

Mark Pavard gegn Argentínu kosið besta mark HM

HM 2018 í Rússlandi

Aðstoðarþjálfari Nígeríu gripinn við mútuþægni

Auglýsing

Nýjast

HK aftur á sigurbraut í kvöld

Sigur á Þýskalandi kom Íslandi áfram

Hannes og fé­lagar úr leik í Meistara­deildinni

Ramos skaut á Klopp: Vantaði af­sökun fyrir tapinu

Mark Bale gegn Liverpool kemur ekki til greina sem mark ársins

Albert til AZ Alkmaar

Auglýsing