Rúmt ár er síðan Kobe lést eftir að þyrla sem hann var farþegi í ásamt átta öðrum brotlenti í Los Angeles.

Kobe er einn af bestu körfuboltamönnum allra tíma og vann fimm meistaratitla með Los Angeles Lakers.

Notast hefur verið við mynd af Jerry West frá árinu 1969 en Irving kallaði eftir því að merkinu yrði breytt og sýndi dæmi á Instagram-síðu sinni í nótt.

Sjálfur hefur West tekið undir að það væri góð leið til að heiðra minningu Kobe en fjölmargar stjörnur hafa óskað eftir því að NBA-deildin taki þetta til skoðunar.