Undirritari heilbrigðisráðuneytis Ítalíu, Sandra Zampa, er búin að kalla eftir því að ítalska deildin verði stöðvuð á nýjan leik eftir að fjórtán leikmenn Genoa reyndust smitaðir af COVID-19.

Forráðamenn deildarinnar munu funda saman í dag þar sem farið verður yfir hvaða aðgerða deildin getur gripið til.

Genoa mætti Napoli um síðustu helgi og þarf því líklegast að fresta leikjum Juventus gegn Napoli og Genoa gegn Torino sem eru á dagskrá um helgina.

Þá greindist Zlatan Ibrahimovic, leikmaður AC Milan, með COVID-19 um daginn en ekkert hefur verið gefið út um fleiri smit hjá AC Milan.

Leikmenn í ítölsku deildinni gangast undir kórónaveiruskimun í dag þar sem vonast er til að staða málsins komi betur í ljós.