Hnefa­leika­goð­sögnin Ty­son Fury kallar eftir því að stjórn­völd í Bret­landi grípi til að­gerða og reyni að sporna við hnífa­á­rásum sem hafa verið tíðar þar í landi. Fury fékk þær fréttir um ný­liðna helgi að frændi hans hafi verið myrtu í hnífs­tungu­á­rás.

Rico Burton, frændi Fury varð, á­samt einum öðrum fyrir hnífa­á­rás í Manchester­borg um helgina og liggur sá síðar­nefndi, 17 ára karl­maður, al­var­lega slasaður á sjúkra­húsi.

„Frændi minn var myrtur í gær," skrifar Fury í færslu á sam­fé­lags­miðlum um helgina. „Stunginn í hálsinn, þetta er full­kom­lega fá­rán­legt. Hálf­vitar sem bera hnífa á sér."

Hann segir stjórn­völd í Bret­landi þurfa að grípa til að­gerða. „Það þarfa að þyngja refsingar við svona brotum. Þetta er far­aldur og maður veit ekki hversu slæmt þetta er fyrr en ein­hver ná­kominn verður fyrir árás."