Hún var heldur óvenjuleg beiðnin sem José María Villalón, yfirlæknir hjá spænska knattspyrnufélaginu Atletico Madrid fékk fyrr á þessu ári. Þá kom kallið frá Vatíkaninu þar sem biðlað var til José María að meta ástandið á hné Frans Páfa.

José María greindi frá þessari atburðarás í viðtali við spænsku útvarpsstöðina COPE en hann var hluti af teymi sérfræðinga sem var kallaður til Vatíkansins að meta meiðsli Frans Páfa.

Frans Páfi hefur í gegnum tíðina átt í erfðileikum með hægra hné sitt og þurfti til að mynda að aflýsa opinberri heimsókn sinni til Kongó og Suður-Súdan.

Sérfræðteyminu tókst að finna út hvað var að plaga Frans Páfa og reyndu að meðhöndla hann af bestu getu.

José María viðurkennir að hafa orðið stressaður fyrir því að hitta Páfann og vonaðist til að geta hjálpað honum. Hann búi yfir góðum persónuleika, hafi verið þakklátur fyrir starf sérfræðinganna og sagðist elska knattspyrnu.

Páfinn sé mikill stuðningsmaður argentínska landsliðsins í knattspyrnu sem og San Lorenzo í heimalandinu.