Íslenski boltinn

Kaj Leo til meistaranna

Valsmenn halda áfram að styrkja sig. Eyjamenn missa aftur á móti einn sinn besta mann.

Kaj Leo í leik með ÍBV. Fréttablaðið/Eyþór

Kaj Leo í Bartalsstovu er genginn í raðir Vals. Færeyski landsliðsmaðurinn skrifaði undir þriggja ára samning við Íslandsmeistaranna.

Undanfarin tvö ár hefur Kaj Leo leikið með ÍBV. Hann varð bikarmeistari með Eyjamönnum 2017. Kantmaðurinn knái kom upphaflega til FH um mitt sumar 2016.

Kaj Leo, sem er 27 ára, hefur leikið 47 leiki í Pepsi-deildinni og skorað fjögur mörk.

Hann er annar kantmaðurinn sem Valur fær til sín eftir að tímabilinu lauk. Í síðustu viku keypti Valur Birni Snæ Ingason af Fjölni.

Áður en Kaj Leo kom til Íslands lék hann með Víkingi í Götu í heimalandinu, Levanger í Noregi og Dinamo Búkarest í Rúmeníu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Valsmenn búnir að kaupa Birni Snæ frá Fjölni

Íslenski boltinn

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Íslenski boltinn

„Gott að fá aukna breidd í sóknarleikinn"

Auglýsing

Nýjast

Ronaldo sleppur við leikbann fyrir hreðjafagnið

Úrslitakeppnin hjá körlunum hefst í kvöld

Suður-Kórea er með frábært lið en við óttumst ekkert

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Auglýsing