Magnús Már Einarsson, ritstjóri vefmiðilsins fótbolti.net, greinir frá því á twitter-síðu sinni í dag að hann hafi ákveðið að láta af störfum hjá fjölmiðlinum.

Magnús Már, sem er þjálfari meistaraflokks karla hjá uppeldisfélagi sínu, Aftureldingu, segir í færslu sinni að hann hyggist einbeita sér að fjölskyldu sinni sem muni stækka í haust og þjálfuninni næstu misserin.

Þessi reyndi fjölmiðlamaður hefur verið ritstjóri fótbolta.net í 19 ár en hann hóf störf einungis 13 ára gamall. Nú 76.918 fréttum seinna hefur hann ákveðið að taka hlé frá fjölmiðlastarfinu.

Hann verður áfram hluthafi hjá fótbolta.net en ábyrgð annarra starfsmanna fyrirtækisins mun aukast með brotthvarfi Magnúsar Más.

Færslu Magnúsar Más má sjá hér að neðan.

Magnús Már var fljótt orðinn skeleggur þrátt fyrir ungan aldur.