Rudy Gobert sem varð fyrsti NBA-leikmaðurinn til að smitast af kórónaveirunni virðist hafa smitað Donovan Mitchell liðsfélaga sinn á sama tíma.

Gobert og Mitchell eru stærstu stjörnur Jazz liðsins sem er í fjórða sæti Vesturdeildarinnar áður en hlé var gert á NBA-tímabilinu.

Tilkynnt var í nótt að öllum leikjum yrði frestað til að reyna að stöðva útbreiðsluna eftir að fyrsti leikmaðurinn greindist með smit.

Gobert gerði lítið úr hugmyndum NBA að aðskilja fjölmiðlamenn betur frá leikmönnum á blaðamannafundi á dögunum og sá til þess að hann snerti alla hljóðnema og upptökutæki áður en hann stóð frá borði.

Með því gæti hann hafa smitað fleiri aðila en Mitchell en það á eftir að koma í ljós.