Erica Her­man, kærasta banda­ríska at­vinnu­kylfingsins Tiger Woods til sex ára, ætlar sér að fara með hann fyrir dóm­­stóla og heldur því fram að hann hafi látið sig skrifa undir þöggunar­­samning.

Vill hún að um­­ræddur þöggunar­­samningur sé felldur úr gildi og vísar um leið í lög sem banna þöggunar­­samninga eða fella þá úr gildi þegar að vís­bendingar um kyn­­ferðis­brot eða á­reitni eru til staðar.

Það er TMZ sem greinir frá vendingunum og hefur í höndunum laga­­leg skjöl frá Her­man.

Hún segir Tiger, sem er talinn besti kylfingur allra tíma, hafa látið sig skrifa undir þöggunar­­samning í byrjun upp­­hafi sam­bands þeirra í kringum ágúst árið 2017.

Her­man heldur því fram að einka­­sjóður, í eigu Tiger, neyða hana til þess að halda sér saman um sam­bands þeirra með því að bera fyrir sig þöggunar­­samningnum með harka­­legum hætti.

Langur tími hefur liðið síðan Tiger og Her­man sáust síðast saman og nú leitar hún til dóm­­stóla og vill láta fella þöggunar­­samninginn úr gildi.

„Sam­­kvæmt henni vill hún tjá sig um reynslu sína af því að vera með Tiger. Hún vill að dómari felli samninginn úr gildi,“ segir í frétt TMZ um málið.